Ekki gefa hrossum lóðagras

Hey af lóðum bæjarbúa er mun sterkara en það gras sem vex í beitarhólfum hrossanna
Hey af lóðum bæjarbúa er mun sterkara en það gras sem vex í beitarhólfum hrossanna

„Eigendur hesta í hólfum við bæinn vilja stýra því hvað hrossin éta mikið á dag,“ segir Elfa Ágústsdóttir dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri. Hrossaeigendur sem halda hross í hólfum við Hamra og Kjarnaskóg  hafa gripið til þess ráðs að afþakka hey af lóðum bæjarbúa, en nokkur brögð eru að því að íbúar hafi farið með gras af lóðum sínum eftir slátt og gefið það hestum sem eru þar á beit.

 „Hross hafa tilhneigingu til að éta yfir sig og slá aldrei hendinni á móti freistandi töðu. Þess vegna geta hross í hólfum þar sem raðbeitt er, þ.e. rafmagnssnúra sem flutt er til daglega í hólfinu til að takmarka átið, virst mjög svöng þó þau fá hæfilegt magn á beit alla daga,“ segir Elfa.

Það getur verið hættulegt að gefa hrossum lóðahey, það er til að mynda mun sterkara en gras sem vex í hrossahólfum, „og ef hross komast skyndilega í mikið magn af þannig heyi geta þau veikst hastarlega af meltingartruflunum,“ segir hún og bætir við að hross þoli mjög illa snöggar fóðurbreytingar. Elfa nefnir líka að gras af  lóðum við heimahús sé oft geymt í plastpokum og oft hendi að það hitni vel í því og skemmist því mjög fljótt.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast