Dagskráin 45 ára

G.Ómar Pétursson og Hera Óð'insdóttir auglýsingastjóri
G.Ómar Pétursson og Hera Óð'insdóttir auglýsingastjóri

„Afmælisbarnið ber aldurinn mjög vel, enda hefur blaðið stækkað og dafnað nokkuð hressilega á þessum árum,“ segir G. Ómar Pétursson framkvæmdastjóri Ásprents á Akureyri. Sjónvarpsútsendingar hófust á Akureyri 1. desember 1968 og 22 dögum síðar kom út fyrsta tölublaðið af Sjónvarpsdagskránni. Síðan þá hefur Dagskráin komið út í hverjum miðvikudegi. Auglýsingar þekja flestar blaðsíður, en dagskrár sjónvarpsstöðvanna er að sjálfsögðu að finna í blaðinu, rétt eins og í upphafi.“

Kúba sjónvörp

„Fyrsta blaðið var fjórar síður og í svart/hvítu, eins og sjónvarpsútsending Ríkisútvarpsins. Á forsíðu fyrsta blaðsins var auglýsing frá Sjónvarpsbúðinni í Hafnarstræti 86 hérna á Akureyri um Kúba sjónvarpstæki, enda vildu sjálfsagt flestir eignast sjónvarp á þessum tíma.“

G. Ómar segir að Dagskráin sé í dag á bilinu 96 til 144 síður að stærð og dreift víðast hvar á Norðurlandi eystra.

„Með auglýsingum fá lesendur til dæmis upplýsingar um helstu menningarviðburði, tilboð í verslunum og svo framvegis. Fasteignasalar, veitingastaðir og bíóin hafa sömuleiðis nýtt sér þjónustu okkar, svo dæmi sé tekið og auðvitað eru dagskrár sjónvarpsstöðvanna á sínum stað í blaðinu.“

Mikill lestur

„Samkvæmt mælingum Capacent Gallup lesa 98 % kvenna á svæðinu blaðið og 92 % karla. Það eru ekki mörg blöð sem geta státað sig af slíkum tölum, sem staðfesta jafnframt mikið traust lesenda í okkar garð. Fyrir það erum við auðvitað óskaplega þakklát.“

karleskil@vikudagur.is

Nýjast