Dæmd fyrir að stela tösku
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu á þrítugsaldri í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela handtösku úr verslun á Akureyri sem kostaði 14.999 krónur. Hún neitaði sök fyrir dómi, á eftirlitsmyndavél verslunarinnar sést greinilega að konan tók töskuna án þess að greiða fyrir hana. Fyrir dómi sagðist konan sjá eftir því að hafa stolið töskunni, hún hefði fengið óstjórnlega löngun til að stela henni og ætlað að vita hvort hún kæmist upp með það.
Eins og fyrr segir var konan dæmd í 30 daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar verður frestað og hún felld niður, haldi konan almennt skilorð.
Henni er gert að greiða verjanda sínum samtals 275 þúsund krónur.