Best skreytta húsið á Einni með öllu

Bryddað var upp á þeirri nýjung á hátíðinni Einni með öllu sem haldin var um liðina helga að biðja bæjarbúa um að skreyta hús sín og var þemað í ár rautt, í takt við hjartað í heiðinni.  Úrslit hafa verið tilkynnt, en veitt voru tvenn verðlaun, fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna.

Best skreytta húsið á Einni með öllu 2013 var Áshlíð 7, og segir á facebooksíðu hátíðarinnar að það hafi verið vel gert og gaman að sjá hvað Áshlíðin öll var flott. Í  í Áshlíð 7 fá gjafabréf frá Greifanum í verðlaun. Best skreytta gatan á Einni með öllu 2013 var Kjarrlundur en þar standa 4 hús og öll voru þau mjög vel skreytt, eng aðal málið þótti að allir voru með. Íbúarnir fá  50.000 kr gjafabréf frá Bónus

Nýjast