Baldvin stefnir á þriðja sætið
Baldvin Valdemarsson, sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, stefnir á þriðja sæti listans. Hann tilkynnti þetta í morgun. Ellefu gefa kost á sér í prófkjörinu, sem fram fer 8. febrúar og verður kosið um sex efstu sætin.
Ég hef ákveðið að stefna á 3. sæti listans og gef kost á mér í það sæti. Undanfarin kjörtímabil hef ég unnið í nefndum og stjórnum á vegum Akureyrarbæjar. Ég vil vinna áfram fyrir fólkið sem byggir þennan fallegasta bæ í heimi. Eins og umhverfi stjórnmálanna er í dag, þá var þetta ekki auðveld ákvörðun en löngunin til að leggja hönd á plóg til góðra verka varð yfirsterkari, segir Baldvin í tilkynningunni í morgun.