Ármann Pétur Ævarsson er íþróttamaður Þórs 2013

Ármann Pétur Ævarsson
Ármann Pétur Ævarsson

Það var sannkölluð hátíðarstemning í Hamri í gær þegar kjöri á íþróttamanni Þórs 2013 var lýst.  

Tveimur félögum voru veitt silfurmerki Þórs þeir eru: Axel Aðalgeirsson fyrir störf í þágu knattspyrnu og Þorvaldur Örn Arnarson fyrir störf sín í þágu körfubolta.

Þá var tveimur félögum veitt gullmerki Þórs þetta eru þeir; Ágúst Herbert Guðmundsson fyrir störf í þágu körfuboltans og Sigfús Ólafur Helgason fyrrum formaður Þórs.

Aðalstjórn Þórs ákvað fyrr í máuðinum að gera þá Edvard van der Linden og Eirík Sigurðsson heiðursfélaga í Þór. Edvard Linden hefur í áratugi verið virkur í starfi knattspyrnudeildar og setið um langt árabil í stjórn deildarinnar. Eiríkur Sigurðsson hefur í áratugi verið viðloðinn körfuknattleik hjá Þór. Hann var lengi leikmaður, þjálfari, formaður deildarinnar og hin síðari ár haldið utan styrktarklúbb deildarinnar.

Venjan er í lok hvers árs að heiðra þá íþróttamenn sem taka þátt í landsliðsverkefnum fyrir félagið. Í ár tóku þessir einstaklingar þátt í landsliðsverkefnum fyrir Þór. Arnar Þór Fylkisson (handbolta), Haukur Fannar Möller og Sveinborg Katla Daníelsdóttir (Taekwondo), Arnar Oddsson, Bjarni Sigurðsson og Hinrik Þórðarson (pílukast) Andrea Mist Pálsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Lára Einarsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Sandra María Jessen og Sara Skaptadóttir öll í knattspyrnu.

Hápunktur dagsins var þegar kjöri á íþróttamanni Þórs var kynnt. Þetta íþróttafólk var tilnefnt:

Knattspyrna: Ármann Pétur Ævarsson og Tahnai Annis

Körfubolti: Erna Rún Magnúsdóttir og Ólafur Aron Ingvason

Píludeild: Jóhanna Bergsdóttir og Bjarni Sigurðsson

Keiludeild Ingólfur Valdimarsson

Taekwondo: Haukur Fannar Möller og Sveinborg Katla Daníelsdóttir.

Fór svo að Ármann Pétur Ævarsson varð hlutskarpastur og er í senn knattspyrnu- og íþróttamaður Þórs 2013

Körfuboltamaður Þórs er Ólafur Aron Ingvason

Pílumaður Þórs er Bjarni Sigurðsson

Keilumaður Þórs er Ingólfur Valdimarsson

Taekwondomaður Þórs er Haukur Fannar Möller

Þá var Arnar Þór Fylkisson útnefndur handboltamaður Þórs 2013.

Nýjast