Allt vaðandi í aðalabláberjum

Úr myndasafni
Úr myndasafni

„Þetta lítur alveg svakalega vel út, betur en mörg undanfarin ár og ég er hæstánægð,“ segir Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum í Dalvíkurbyggð og áhugakona um berjatínslu. Hún telur þó að ber geti verið eilítið seinna á ferðinni nú en oft áður.

Sigurbjörg fagnar því mjög að birkifeti hefur ekki látið á sér kræla í sumar. Birkifeti er fiðrildalifra sem gert hefur mikinn óskunda í berjalöndum víða um land og þar á meðal í Eyjafirði, en hann leggst m.a. á berjalyng og nærist á því fyrri hluta sumars. „Til allrar guðslukku hefur hans ekki orðið vart í sumar, má vera að snjóþunginn á liðnum vetri hafi drepið hann,“ segir Sigurbjörg.

Hún hefur verið á ferðinni á sínum heimaslóðum, m.a. í Þorvaldsdal og Svarfaðardal og segist sjaldan hafa séð jafn mikið af grænjöxlum á berjalyngi.

„Þannig að ég á ekki von á öðru en fólk geti náð sér í óheyrilegt magn af berjum hafi það áhuga á því,“ segir hún en svipaðar fréttir séu af berjahorfum um allt Norðurland, Vesturlandi og eins sé útlitið gott fyrir austan líka.

Einkum og sér í lagi er útilið gott varðandi aðalbláber og segir Sigurbjörg það í sinni minni ekki hafa verið betra, en hún hefur farið til berja undanfarin 26 ár og tínt gíðarlegt magn fyrir sjálfa sig, vini og vandamenn.

Nýjast