Akureyringur vann ljósmyndasamkeppni
Þogeir Baldursson sjómaður og áhugaljósmyndari á Akureyri sigraði í ljósmyndasamkeppni sjómannablaðsins Víkings. Vel á annað hundrað ljósmyndir bárust. Dómnefnd segir að valið hafi verið erfitt, vegna þess hversu góðar myndirnar voru. Mynd Þorgeirs Baldurssonar var valin besta myndin, en hún sýnir Kristinn Snæbjörnsson um borð í Beiti NK fylgjast með höfuðlínustykkinu. Fimmtán ljósmyndir verða svo sendar í norræna keppni og er Þorgeir meðal ljósmyndara.