Akureyrarbær kannar möguleika á aðstoð við hælisleitendur
Bæjarráð Akureyrar ákvað í dag að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga vegna erindis frá innanríkisráðuneytinu, þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.
Undanfarið hefur umsóknum um hæli á Íslandi fjölgað talsvert og málsmeðferðartími stjórnvalda hefur lengst. Til að bregðast við þessu efndi ráðuneytið til sérstaks átaks í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda sem miðar að því að stytta málsmeðferðartíma og bæta stjórnsýslu.
Liður í átaksverkefninu er að leita eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.