Akureyrarbær greiðir hallarekstur heilsugæslunnar
Halli af rekstri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri var 105 milljónir króna á síðustu þremur árum. Akureyrarbær sér um rekstur stöðvarinnar samkvæmt þjónustusamningi við ríkið og þarf því að óbreyttu að greiða hallann. Flest önnur sveitarfélög landsins þurfa hins vegar ekki að greiða beint fyrir heilsugæslu úr sínum sjónum, þar sem reksturinn er alfarið á vegum ríkisins.
Langir biðlistar og komið að þolmörkum
Biðlisti eftir lækni er óvíða eins langur og á Akureyri. Á síðasta ári var bið eftir tíma hjá lækni að jafnaði fimm dagar. Á Ísafirði er nánast engin bið, svo dæmi sé tekið. Í ársskýrslunni er sagt að komið sé að þolmörkum miðað við núverandi starfsemi.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is