Áhyggjur af fjárhagsstöðu Akureyrarbæjar
Yfirlit um rekstur Akureyrarbæjar frá janúar til maí var kynnt á fundi bæjarráðs í dag. Í kjölfar kynningarinnar lét fulltrúi Framsóknarflokksins, Guðmnundur Baldvin Guðmundsson bóka sérstaklega: Við samanburð á helstu fjárhagskennitölum A-hluta sveitarfélagsins við nýútkomna samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum sveitarfélaga á árinu 2012, kemur í ljós að kennitölur Akureyrarbæjar eru almennt lakari en hjá öðrum sveitarfélögum. Ég tel það óviðunandi og muni, ef ekki verður brugðist við, veikja stöðu sveitarfélagsins þegar til lengri tíma er litið.
Vikudagur hefur óskað eftir afriti af yfirlitinu sem kynnt var í dag.