Aðstoð við hælisleitendur til skoðunar

Bæjarráð Akureyrar hefur falið bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga vegna erindis frá innanríkisráðuneytinu, þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.

Undanfarið hefur umsóknum um hæli á Íslandi fjölgað talsvert og málsmeðferðartími stjórnvalda hefur lengst. Til að bregðast við þessu efndi ráðuneytið til sérstaks átaks í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda sem miðar að því að stytta málsmeðferðartíma og bæta stjórnsýslu.

Liður í átaksverkefninu er að leita eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur. Frá árinu 2004 hefur Reykjanesbær annast þjónustuna samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Vegna fjölda hælisleitenda er þörf á að gera samninga við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ og hefur ráðuneytið þess vegna snúið sér til annarra sveitarfélaga.

 

Nýjast