200 þúsund gestir heimsækja Kjarnaskóg árlega
Okkur þykir afskaplega vænt um hversu annt bæjarbúum er um Kjarnaskóg, segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Mikill fjöldi fólks leggjur leið sína í skóginn, en áætlað er að um eða yfir 200 þúsud gestir komi þangað árlega.
Kjarnaskógur kom að sögn Ingólfs ágætlega undan snjóþungum vetri, betur en margir skógar aðrir á svæðinu. Vissulega hafi verið töluvert um brotnar og sligaðar greinar, en almennt sluppum við mjög vel miðað við hversu harður liðinn vetur var, hér varð ekki mikill skaði, segir hann.
Ítarlega er fjallað um Kjarnaskóg í prentútgáfu Vikudags