10 % samdráttur í innanlandsflugi í júlí
Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fækkaði um 10 % í júlí, miðað við sama tímabil í fyrra. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru nærri 33 þúsund.
Skattaálögur á flugið voru auknar fyrr á þessu ári, auk þess sem samkeppnin um farþega hefur færst í aukana. Talsmenn Flugfélags Íslands hafa til dæmis bent á að ríkið og sveitarfélög niðurgreiði akstur Strætó, sem nú ekur um land allt.
Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað verulega á landsbyggðinni í sumar. Til dæmis fjölgaði gistinóttum á Norðurlandi um 44 % í júní og á Austurlandi var aukningin 51 %.