Bygging hótels dregst á langinn

Hafnarstræti 80 / mynd karl eskil
Hafnarstræti 80 / mynd karl eskil

Akureyrarbær hefur samþykkt að veita Norðurbrú efh frest til 1. júní til að hefja framkvæmdir við byggingu hótels á lóðinni Hafnarstræti 80. Norðurbrú áformar að reisa 100 herbergja hótel á lóðinni og stóð til að hefja framkvæmdir síðasta haust. Áætlaður kostnaður er 1,6 til 1,7 milljarðar króna. Norðurbrú átti að hefja framkvæmdir í síðasta lagi 1. febrúar, en nú hefur fyrirtækið fengið frest til 1. júní til að hefja framkvæmdir.

Nýjast