Búist er við versnandi veðri

Mynd: Karl Eskil
Mynd: Karl Eskil

Veður fer versn­andi, fyrst á Vest­fjörðum og al­mennt  á Norður­landi þegar líður á morg­un­inn.

Það hvessir af norðri víðast hvar á landinu þegar líða fer á daginn, víða 13-23 m/s síðdegis, hvassast nyrst, en 18-25 SA- og A-lands í kvöld. Búast má við slyddu og síðar snjókomu á norðurhelmingi landsins. Talsverð eða mikil úrkoma

Athugasemd veðurfræðings:

Athygli er vakin á að spáð er snjókomu í dag (sunnudag) og fram eftir mánudegi. Dæmigert snjómagn sem fellur á umræddu tímabili gæti verið 10-20 cm á Vestfjörðum og Norðvesturlandi, en 20-30 cm frá Tröllaskaga og allt austur á Austfirði. Þessar snjódýptartölur eiga við jafnfallinn snjó, en það verður hann ekki því spáð er miklum vindstyrk og því mun draga í skafla. Líklegt er að færð spillist, sérílagi á fjallvegum, þar sem verður stórhríð þegar verst lætur. Einnig má búast má við að snjóflóðahætta geti skapast til fjalla á norðurhelmingi landsins. /EPE

Nýjast