Búið að opna Eyjafjarðarleið af Sprengisandi

Um einn og hálfan dag tók að moka í gegnum sjö metra skafl til að opna veginn. Myndina tók Grétar Ás…
Um einn og hálfan dag tók að moka í gegnum sjö metra skafl til að opna veginn. Myndina tók Grétar Ásgeirsson á vef Vegagerðarinnar.

Eyjafjarðarleið, vegur númer F821 á hálendinu var opnuð í lok liðinnar viku. Leiðin er ein þriggja leiða af Sprengisandsleið norðan megin. Aðrar leiðir norður um Sprengisand er Sprengisandsleið (F26) sjálf um Bárðardal og síðan Skagafjarðarleið (F752) sem báðar voru opnaðar töluvert fyrr.

Vegagerðarmenn þurftu að fara í gegnum sjö metra skafl til að opna veginn. Skafl sem fyrir leikmenn lætur lítið fyrir sér fara, a.m.k. í fjarskanum.

Mokað í einn og hálfan dag

Það tók einn og hálfan dag að moka í gegn um skaflinn sem í reynd er snjóflóð við Hrauntanga á Eyjafjarðardal. Notuð var 26 tonna hjólaskófla við verkið, en flóðir var 75 metra langt og 7 metrar niður á veg þar sem mest var. 

Þessi kafli hálendisvega var einn síðasti til að verða opnaður en enn er eftir að opna í Fjörður eða veg F839. Það er ekki óvenjulegt að Eyjafjarðarleið opni svona seint að sumri en fyrst hefur leiðin opnast 28. júní, en í síðasta lagi einmitt þennan sama dag og í ár eða 24. júlí, sé tekið mið af opnunum síðustu fimm til sex ára.  


Nýjast