Búið er að fresta leik Víkings og Þórs í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fram á þriðjudag. Leikurinn átti að fara fram á morgun, mánudag, en frestast um einn dag og hefst hann kl. 19:15 á Víkingsvelli nk. þriðjudag.
Einnig var eina leik dagsins, leik Íslandsmeistara Breiðabliks og KR, frestað fram á þriðjudag en slæm vallarskilyrði eru á höfuðborgarsvæði vegna snjókomu.