BSO fær ekki lóð norðan Ráðhúss undir starfsemi sína

Stjórn Bifreiðastöðvar Oddeyrar ehf. óskaði eftir því á dögunum að reitur norðan við Ráðhúsið á Akureyri verði skipulagður sem framtíðarlóð fyrir BSO. Skipulagsnefnd fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni og telur ráðið að lóð norðan Ráðhúss sé ekki til þess fallinn að nýtast undir framtíðarstarfsemi BSO.  

Það sé heldur ekki í takti við framkomnar hugmyndir vinnuhóps um framtíðarnýtingu Akureyrarvallarsvæðisins sem nýverið skilaði hugmyndum um nýtingu svæðisins. Skipulagsnefnd bendir hinsvegar á svæði við Drottningarbraut og Austurbrú sem til greina kæmi undir starfsemi BSO en reiturinn er á miðbæjarsvæði með góðri tengingu við stofnbraut og skylda starfsemi á svæðinu, eins og segir í bókun nefndarinnar.

Nýjast