Bryndís Rún Hansen sundkona ársins hjá Óðni

Bryndís Rún Hansen var útnefnd sunkona ársins 2009 á uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins, sem haldið var í Brekkuskóla í gærkvöld. Bryndís átti frábært í sundinu og vann þrjá Íslandsmeistaratitla, auk þess hún stóð sig frábærlega á Evrópumóti unglinga í Prag í sumar, þar sem hún komst annað árið í röð í úrslit.

Í krókódílahópi, sem er eldri hópur félagsins fyrir fatlaða, fengu Guðný Halla Jónsdóttir og Vilhelm Hafþórsson viðurkenningar fyrir stigahæsta sund karla og kvenna. Í sama hópi fékk Jón Gunnar Halldórsson viðurkenningu fyrir ástundun og Breki Arnarsson fyrir framfarir.

Í afrekshópi fengu viðurkenningu fyrir mestu bætingu á árinu þau Júlía Ýr Þorvaldsdóttir og Oddur Viðar Malmquist. Stigahæsta sund karla átti Einar Helgi Guðlaugsson og stigahæsta sund kvenna Bryndís Rún Hansen. Í yngri hópum fengu viðurkenningu fyrir ástundun Sunna Brá Valsdóttir og Kristín Ása Sverrisdóttir og fyrir framfarir þau Sigrún Eva Valsdóttir og Birkir Leó Brynjarsson.

Nýjast