Bryndís Rún bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur er hún syndi 50 m flugsund í kvennaflokki á 27, 24 sekúndum á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 laug, sem haldið var í Laugardagslauginni um helgina.

Bryndís lét sér það ekki nægja heldur bætti hún einnig metið í 100 m flugsundi í kvennaflokki á tímanum 1:02,34 sekúndum.

Alls kepptu 17 manns frá Sundfélaginu Óðni á mótinu sem stóðu sig frábærlega og verður fjallað nánar um árangur sundfélagsins í Vikudegi nk. fimmtudag.

Nýjast