Bryndís og Sindri á Ólympíudaga æskunnar

Þau Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, ungir sundmenn úr Sundfélaginu Óðni, fengu mikla viðurkenningu á dögunum þegar þau voru valin í lið Íslands sem keppir á Ólympíudögum æskunnar í sumar.

Leikarnir verða haldnir í Belgrad í Serbíu dagana 21. til 28. júlí 2007 og fara 11 sundmenn frá Íslandi. Valið er á leikana eftir árangri og þurfa sundmenn að eiga bestan tíma í sínum aldursflokki í tilteknum greinum til að öðlast þátttökurétt. Um er að ræða stelpur fæddar 1993 og stráka ári eldri. Val þeirra Bryndísar og Sindra er enn ein sönnun á því góða uppbyggingarstarfi sem unnið er hjá Óðni og mikill heiður fyrir viðkomandi sundmenn, sem með elju og ástundun hafa komist í fremstu röð jafnaldra sinna.

Nýjast