Samkvæmt fyrstu niðurstöðu rannsóknar tæknideildar lögreglu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunanum í frystihúsinu í Hrísey í síðustu viku er nánast útilokað að um rafmagnsbilun hafi verið að ræða. Eldurinn var því líklega af mannavöldum.
Frá þessu er greint á mbl.is. Líklega hafi kviknað í út frá glóð frá suðutækjum. Ekki er hægt að segja til um hvað rannsókn tæknideildar lögreglu taki langan tíma eða hvenær von er á lokaniðurstöðu.