Bruninn í Hrísey líklega af mannavöldum

Mikill eldur var í Hrísey sl. fimmtudag þegar kviknaði í frystihúsi.
Mikill eldur var í Hrísey sl. fimmtudag þegar kviknaði í frystihúsi.

Sam­kvæmt fyrstu niður­stöðu rann­sókn­ar tækni­deild­ar lög­reglu og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar á brun­an­um í frysti­hús­inu í Hrís­ey í síðustu viku er nán­ast úti­lokað að um raf­magns­bil­un hafi verið að ræða. Eld­ur­inn var því lík­lega af manna­völd­um.

Frá þessu er greint á mbl.is. Líklega hafi kviknað í út frá glóð frá suðutækjum. Ekki er hægt að segja til um hvað rann­sókn tækni­deild­ar lög­reglu taki lang­an tíma eða hvenær von er á lok­aniður­stöðu.


Athugasemdir

Nýjast