Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að farið verði í útboðsferli vegna brúar yfir Eyjafjarðará. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni.
Hestamenn á Akureyri höfðu áður mótmælt frestun á brúarsmíðinni harðlega en nú hefur verið höggvin hnútur á málinu.