Brotist inn í skátaskálann Fálkafell ofan Akureyrar

Brotist var inn í skátaskálann Fálkafell ofan Akureyrar um helgina að því talið er. Skátafélagið Klakkur á og rekur skálann og þegar tveir félagar voru á ferð við Fálkafell í dag sáu þeir hvar búið var að brjóta stóran glugga á vesturhlið skálans og glerið hreinsað úr til að auðveldara væri að komast inn.  

Innbrotsþjófnum hefur greinilega verið brátt í brók, því hann hafði gengið örna sinna á miðju gólfi og skilið eftir með tilheyrandi óþef. Skátarnir sem þarna voru á ferð, tóku gluggakarminn úr, settu plötu í staðinn, þrifu "skítinn" eftir innbrotsþjófinn og sópuðu glerbrotunum saman. Stefnt er að því að fara með nýjan glugga í Fálkafell í vikunni og hreinsa betur upp glerbrot, sem fóru um allan skála.

Nýjast