Brotist inn í Iðnaðarsafnið

“Lögreglan vann sitt verk hratt og snöfurmannlega og við höfum endurheimt það sem stolið var,” segir Arndís Bergsdóttir safnstjóri á Iðnaðarsafninu í samtali við Vikudag.   Brotist var inn í safnið um sexleytið í gær, og einhverjum tugum þúsunda stolið þar. Þjófavarnarkerfi fór í gang og ummerki gáfu lögreglu vísbendingu um hver þarna hafði verið að verki og tókst að hafa upp á þjófinum og sækja hann heim á innan við klukkutíma.  

Nýjast