Aðfaranótt sunnudagsins var brotst var inn í Hertex, nytjamarkað Hjálpræðihersins við Hrísalund á Akureyri. Sjóðskassinn var eyðilagður og peningunum sem voru í honum stolið. Þá voru hirslur á skrifstofu eyðilagðar, en þar voru geymdir fjármunir. Málið hefur verið kært til lögreglunnar. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið, eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar.