Brotist inn hjá Aflinu og tölvu samtakanna stolið

Brotist var inn hjá Aflinu - samtökum gegn heimilis og kynferðisofbeldi á Norðurlandi og var tölvu samtakanna stolið. Í þessari tölvu eru gögn sem gagnast samtökunum eingöngu, og því er mikilvægt að hún komast aftur í réttar hendur sem fyrst.  

"Við heitum fundarlaunum fyrir upplýsingar er leiða til þess að við endurheimtum tölvuna okkar, eins ef sá sem tók hana vill koma henni nafnlaust til okkar, getur sá hinn sami sett sig í samband við okkur og látið vita hvar við getum nálgast hana," segir m.a. í tilkynningu frá Aflinu.

Nýjast