"Til að vekja athygli á verkefninu höfum við á auglýsingastofunni Stíl hannað rauð hjörtu og sett upp texta sem nú má sjá víðsvegar um bæinn svo fólk geti staldrað við og notið. Einnig ætlum við að leggja okkar af mörkum með að nýta prentsmiðju okkar, auglýsingastofuna, skiltagerðina, Dagskrána og vefina til að smita jákvæðni til fólks. Strætisvagnar bæjarins hafa nú þegar fengið hjörtu, með spakmælum á sig. Þá er búið að koma á samstarfi við grunnskólana í bænum og farið verður í verkefni með þeim síðar í mánuðinum," segir Bryndís
Þetta er einungis lítið brot af hugmyndinni sem gengur út á jákvæðni og bjartsýni og á næstu dögum og vikum kemur svo í ljós hvað fleira er í farvatninu. „Ég vil nota tækifærið og hvetja alla til að taka þátt í þessu með okkur. Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana geta komið til okkar á Stíl að Óseyri 2 og fengið hjörtu sér að kostnaðarlausu sem þeir geta hengt upp hjá sér til að sýna samstöðu. Með þessu verkefni viljum við hvetja fólk til að hugsa jákvætt og einblýna á allt það sem skiptir raunverulega máli," segir Bryndís.