Brjóstaskoðunum bjargað tímabundið

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur samið við Björn Sigurðsson röntgenlækni um að sinna brjóstakrabbameinsskoðunum til áramóta hið minnsta. Björn hefur sinnt þessum skoðunum undanfarin ár. Vikudagur greindi frá því fyrr í sumar að konur á Akureyri og nágrenni sem leita þurfa læknis vegna gruns um brjóstakrabbamein sáu fram á að ferðast til Reykjavíkur þar sem engin læknir sinnti klínískum brjóstaskoðunum fyrir norðan.   

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags

   

Nýjast