15. febrúar, 2007 - 09:37
Fréttir
Útgerðarfélagið Brim hefur keypt togarann Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði. Brim fær togarann afhentan um næstu mánaðamót. Útgerð Kleifabergs verður hrein viðbót við útgerð Brims því ekki á að leggja neinu öðru skipi félagsins. Áhöfninni á Kleifabergi hefur verið boðið að vera áfram á skipinu a.m.k. til áramóta.