Ljótu hálfvitarnir hafa nýlokið við upptöku sinnar fimmtu plötu en þeir félagar ákváðu að taka upp plötuna í Hrísey. Ég veit ekki til þess að einhver hafi tekið upp plötu hér á eyjunni áður, án þess að ég hafi kynnt mér málið til hlýtar. En ég held þó ekki, segir Oddur Bjarni Þorkelsson, einn meðlima Ljótu hálfvitanna. Oddur segir aðstöðuna í Hrísey fyrir upptökur séu góðar.
Við komumst að því fljótlega að skólinn væri kannski ekki hentugasti staðurinn fyrir upptökur, þannig að við semjum allt þar og útsetjum en fengum gamla félagsheimilið Sæborg til að klára restina og breyttum því í stúdíó.
Hann segir allt óvíst hvenær nýja efnið muni líta dagsins ljós en nánar er rætt við Odd í prentútgáfu Vikudags.
-þev