Breytingar á þremur sérleiðum á Norðurlandi

Nú um áramót urðu breytingar á þremur sérleyfum á Norðurlandi þ.e. á milli Akureyrar og Húsavíkur, Akureyrar og Dalvíkur og Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Sérleyfisbílar Akureyrar- Norðurleið höfðu haft þessi sérleyfi en þau voru boðin út í lok árs 2008 og giltu til eins árs, út árið 2009.   

Ástæðan var sú að sveitarstjórnir á svæðinu ætluðu að standa að akstri á þessum sérleiðum, en að sögn Gunnar M. Guðmundssonar hjá SBA varð ekkert út því fyrirkomulagi og því voru leiðirnar boðnar út að nýju í lok liðins árs. Fjögur tilboð bárust, frá Hópferðabílum Akureyrar, SBA, Bílum og fólki og Fjallasýn Rúnars Óskarssonar.  SBA mun áfram aka á leiðinni milli Akureyrar og Húsavíkur en missti sérleyfið á leiðinni milli Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Hópferðabílar Akureyrar fengu það sérleyfi nú. Sérleyfin á þessum leiðum gilda í eitt ár.

Nýjast