Breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs og ákveðin hverfi boðin út

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrar, var farið yfir fjárhagsáætlun framkvæmdadeildar vegna ársins 2010, rekstraráætlun rædd, ásamt drögum að framkvæmdaáætlun. Framkvæmdaráð samþykkti að gera breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs þannig að boðin verði út ákveðin hverfi. Ákveðið var þó að framlengja núverandi fyrirkomulag til 1. maí 2010.  

Framkvæmdaráð samþykkti jafnframt að fela Jakobi Björnssyni, Jóni Birgi Gunnlaugssyni ásamt Karli Guðmundssyni að vinna að endurskoðun þjónustusamnings milli Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Framkvæmdaráð samþykkti ennfremur að farið verði í endurskoðun á leiðakerfi SVA.  

Nýjast