21. október, 2009 - 16:33
Fréttir
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa tillögur skipulagsnefndar um breytingu á Aðalskipulagi
Akureyrar 2005-2018 og breytingu á deiliskipulagi Kirkjugarða Akureyrar. Breytingin felst í stækkun á svæði Kirkjugarða Akureyrar til suðurs og
norðurs.
Skipulagsnefnd fer fram á að stofnanasvæðið verði stækkað lítillega til suðurs þannig að möguleiki myndist fyrir byggingu
líkbrennslu og tengdrar þjónustu og að bætt verði við lóð og byggingarreit kapellu af sömu ástæðu.