Breyta tónlistardeild í tónlistarskóla

Samþykkt hefur verið á fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps að gera tilraun með breytt skipulag á tónlistarnámi í hreppnum, þe. Að breyta tónlistardeild í sjálfstæða rekstareiningu eða tónlistarskóla.   

Um er að ræða tímabundna ráðstöfun sem hefst á morgun, 1. september og nær fram í júlí árið 2011. Þar sem sveitarfélaginu er heimilt að ráða án auglýsingar, tímabundið, í stöðu skólastjóra heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að ganga til samninga við Helgu Kvam um ráðningu í stöðuna, þar sem hún hefur til þessa gegnt stöðu deildarstjóra tónlistarskóla. Jafnframt er samþykkt að opna á innritun nema á framhaldsskólaaldri (4 árgangar). Sveitarstjórn samþykkti líka 34 vikna skólaár og einnig að heimila ráðningu stundakennara í allt að 35% stöðugildi.

Nýjast