Breiðablik sigraði Þór/KA í tíu marka leik

Það var sannkallað markaregn sem Þór/KA og Breiðablik buðu upp á í leik liðanna í Boganum í dag, í A- deild Lengjubikarskeppni kvenna í knattspyrnu. Heil tíu mörk voru skoruð í leiknum sem endaði með sigri Breiðabliks, 6:4.

Mörk Þórs/KA í leiknum skoruðu þær Katla Ósk Káradóttir, Danka Podovac, Rakel Hönnudóttir og og Lára Einarsdóttir.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik í leiknum og þær Jóna Kristín Hauksdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir skoruðu sitt markið hver.

Eftir leikinn er Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með sjö stig, en Þór/KA er í fjórða sæti með fjögur stig. Í lokaumferð deildarinnar sækir Þór/KA Stjörnuna heim og þarf helst að vinna þann leik til þess að komast áfram í úrslitakeppnina.

Nýjast