Bravó fagnar 50 ára afmæli

Meðlimir Bravó ungir að árum.
Meðlimir Bravó ungir að árum.

Hljómsveitin Bravó fagnar 50 ára afmæli sínu með tónleikum á Græna hattinum annað kvöld, laugardag. Það var árið 1964 sem fjórir barnungir piltar af Brekkunni stofnuði hljómsveitina. Þetta voru þeir Kristján Guðmundsson, Sævar Benediktsson, Helgi Hermansson og Erlingur Ingvasson. Fljólega hætti Erlingur og kom Þorleifur Jóhannsson í hans stað og seinna kom Gunnar Ringsted inn í stað Helga.

Fyrir utan að spila á barnakemmtunum og fyrir krakkana í hverfinu var þeirra stærsta tækifæri að hita upp, ásamt reykvísku unglingahljómsveitinni Tempó, fyrir sjálfa KINKS í Austurbæjarbíói árið 1965, þá aðeins 13 og 14 ára gamlir.

Nú 50 árum síðar ætla þeir að koma saman og fagna þessum tímamótum með tónleikum og balli, þar sem eingöngu verður leikin tónlist frá þessum bítlaárum ´63-´69. Þeim til aðstoðar verða þeir Brynleifur Hallsson og Ari Jónsson. Skemmtun in hefst kl. 22:00.

Nýjast