Belgískur landhelgisgæslustarfsmaður fann eitt skeytið þeirra hér í Eyjafirði en hann var hér staddur á ráðstefnu með öðru landhelgisgæslustarfsfólki. Hann fór með skeytið heim til sín og sendi börnunum pakka með áttavitum, blöðrum og pennum. Í bréfi til barnanna kom fram að hann væri hrifinn af myndunum sem þau settu í skeytið og að hann væri ákaflega glaður að það þurfti ekki að bjarga neinum á Íslandi. Þetta kemur fram í Skóla - akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.