Borgir of dýrt húsnæði fyrir Fiskistofu

Rannsóknarhúsið Borgir.
Rannsóknarhúsið Borgir.

Vinna við flutning Fiskistofu norður til Akureyrar er í fullum gangi þrátt fyrir að enn sé lagaleg óvissa um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar frá Hafnarfirði. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra er málið í hægri vinnslu en unnið út frá því að það verði af flutningunum. Rannsóknarhúsið Borgir við Háskólann á Akureyri hefur verið nefnt sem hugsanleg staðsetning fyrir Fiskistofu en Eyþór segir hins vegar afar ólíklegt að sú staðsetning verði fyrir valinu vegna hárrar leigu.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið og rætt við Eyþór Björnsson í prentútgáfu Vikudags

Nýjast