Borgir of dýrt húsnæði fyrir Fiskistofu
Vinna við flutning Fiskistofu norður til Akureyrar er í fullum gangi þrátt fyrir að enn sé lagaleg óvissa um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar frá Hafnarfirði. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra er málið í hægri vinnslu en unnið út frá því að það verði af flutningunum. Rannsóknarhúsið Borgir við Háskólann á Akureyri hefur verið nefnt sem hugsanleg staðsetning fyrir Fiskistofu en Eyþór segir hins vegar afar ólíklegt að sú staðsetning verði fyrir valinu vegna hárrar leigu.
Nánar er fjallað um málið og rætt við Eyþór Björnsson í prentútgáfu Vikudags