Borgarafundur um greiðslu- verkfall haldinn á Akureyri

Borgarafundur um fyrirhugað greiðsluverkfall verður haldinn á Akureyri mánudagskvöldið 28 september kl: 20:00 í Deiglunni. Fundurinn er sá fyrsti sem haldin er í vetur á vegum Borgarafundanefndarinnar á Akureyri.  

Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir, húsnæðislánagreiðandi, Þorvaldur Þorvaldsson formaður verkfallsstjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna, Arney Einarsdóttir, meðstjórnandi Hagsmunasamtaka heimilanna og Bragi Dór Hafþórsson, samherji Björns Þorra Viktorsonar, munu halda framsöguerindi. Í pallborði verða frummælendur sem og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Um fundarstjórn sér Guðmundur Egill Erlendsson.

Í fyrravetur stóð Borgararfundanefndin fyrir 7 fundum um fjölbreitt málefni. Sem dæmi má nefna Niðurskurð í heilbrigðis- og skólamálum, hvort kynþáttahatur hafi aukist í kjölfar kreppunnar, þöggun í fjölmiðlum og landráð svo eitthvað sé nefnt. Borgarafundanefndin hyggst halda áfram að halda fundi um málefni líðandi stundar í vetur. Fundirnir hafa það markmið að upplýsa almenning og hafa þá stefnu að öll sjónarmið komi fram sama hvort stjórnin sjálf er sammála þeim eða ekki, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast