Gerð kynningarmyndbands fyrir bókasöfn og vali á 100 íslenskum bókum. Myndbandið verður sýnt á safninu í dag og á
heimasíðunni. Listinn yfir bækurnar verður til sýnis og auk þess aðgengilegur á heimasíðunni. Þá verður allt
ókeypis á Amtsbókasafninu í dag, nema ljósritun úr skylduskilum safnsins. Þeir sem eru með sekt þurfa ekki að borga hana ef þeir
skila í dag. DVD-myndir verða ókeypis og geisladiskar líka.
Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tón- og myndlistarefni, yndislestri og
afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleitir. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og
góður staður til að vera á. Bókasöfnin munu taka á móti viðskiptavinum sínum eins og vanalega í dag.