Boðið upp á námskeið og aðstöðu til handverksiðkunar

Hlutverk handverksmiðstöðvarinnar Punktsins á Akureyri er að efla og þroska einstaklinga í samfélaginu og bjóða almenningi upp á fjölbreytt úrval námskeiða í ýmiss konar handverki ásamt því að bjóða upp á opna aðstöðu til handverksiðkunar. Punkturinn er opinn fyrir almenning sem vill nota aðstöðuna og sinna sínum áhugamálum.  

Fólk getur sótt námskeið og getur í framhaldi unnið sjálfstætt og nýtt aðstöðuna sem í boði er. Ýmsar vinnustofur eru í boði s.s. smíðastofa, saumastofa, leir, vefnaður, ullarþæfing, glervinnsla og fleira. Allir eru velkomnir á Punktinn og fræðast um starfsemina og athuga hvort eitthvað vekur áhuga eða njóta samvista við fólkið á Punktinum í notalegu umhverfi. Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að breyta opnunartíma Punktsins og bjóða upp á morgunopnun á þriðjudögum, fimmtudögum  frá kl. 09:00-17:00 og föstudögum frá  kl. 09-16:00.  Möguleiki er á því að sækja námskeið á þriðjudags-fimmtudagsmorgnum kl. 9:00-11:00 og á miðvikudagskvöldum kl. 19:00-22:00.

Punkturinn er í samstarfi við Sjúkrahús Akureyrar, Starfsendurhæfingu Norðurlands, Menntasmiðju kvenna, Menntasmiðju unga fólksins, Tómstundastarf barna og unglinga í grunnskólum og Húsið menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 4601244 og heimasíðan er: punkturinn.akureyri.is.

Nýjast