Blóðskilun á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Sjúklingar á Norðurlandi með alvarlega nýrnabilun sem þurfa í blóðskilunarmeðferð hafa fram að þessu þurft að sækja meðferðina á Landspítala. Sjúkrahúsið á Akureyri mun í mars hefja blóðskilunarmeðferð, í samvinnu við blóðskilunardeild LSH og SÍ. Einstaklingar í blóðskilun þurfa að fara í slíka meðferð 3svar í viku, fjórar stundir í senn og eru ferðalög og dvalir fjarri heimahögum mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá dregur verulega úr kostnaði vegna ferðalaga.  


„Það er því ánægjulegt að í nú geti Sjúkrahúsið á Akureyri boðið upp á blóðskilunarmeðferð. Þessi þjónusta skiptir miklu máli fyrir nýrnasjúklinga á svæðinu og bætir þeirra lífsgæði frá því sem verið hefur. Fyrsti sjúklingur er að ljúka nauðsynlegum undirbúningi á LSH, en fyrsta blóðskilunartækið, húsnæði og starfsfólk er til reiðu. Félagasamtök hafa stutt við verkefnið og við þökkum þeim innilega fyrir. Það stefnir jafnvel í að á haustdögum fjölgi sjúklingum í skilunarmeðferð svo að þörf verði á annarri nýrnavél“.  segir Gróa Björk Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs.

 

Nýjast