Síðustu áratugi hefur Akureyri byggst upp eins og flestar vestrænar borgir, samkvæmt þörfum einkabílsins. Íbúabyggð rís á einum stað, vinnustaðir á öðrum og verslanir og tómstundir jafnvel á þeim þriðja og fjórða. Þetta kallar á risastór gatnamannvirki, til þess að bíllinn geti flutt okkur milli staða á sem skemmstum tíma. Umfang og kostnaður þessara mannvirkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist í 18 þúsund manna bæ. Við þurfum að snúa af þessari braut og styrkja að sama skapi almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga, segir Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Hann segist með þessum orðum ekki vera að afneita bílnum.
Ég vil hins vegar að það verði valkostur að búa í lágreistri þéttri byggð, án þess að þurfa bíl til allra daglegra verka. Við höfum dreift of mikið úr okkur og innviðir eru orðnir alltof dýrir. Óþarfa malbik, steinsteypa, snjómokstur og grashirðing eru blóðpeningar í bæ sem á erfitt með að láta enda ná saman. Stóru grunnskólar bæjarins eru sjö talsins en þyrftu varla að vera fleiri en fjórir miðað við fjölda bæjarbúa.
Ítarlega er rætt við Loga Má í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is