Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí eru talin upp nokkur mál, sem við teljum vera brýn hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Eitt af þeim er að tryggja nægja raforkuflutninga til sveitarfélagsins. Einhver kynni að spyrja. Bíðum nú aðeins við, er ekki nóg rafmagn á Akureyri? Því er til að svara að þó ekki verði oft rafmagnslaust á Akureyri og almennt sé afhendingaröryggi rafmagns gott þá eru blikur á lofti, segir Sigurjón Jóhannesson í aðsendri grein í Vikudag, en Sigurjón skipar sjötta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.