02. janúar, 2016 - 13:50
Fréttir
Húsnæði Blikkrásar í jólabúningi.
Blikkrás ehf. fagnar 30 ára afmæli í dag en fyrirtækið hóf starfsemi á Akureyri 2. jan. 1986. Blikkrás er einkahlutafélag í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Hjá Blikkrás starfa núna 12 manns. Helstu verkefni eru uppsetning og þjónusta við loftræstikerfi, hvers konar klæðningar, þakfrágangur og almenn blikksmíði. Starfssvæðið er allt landið, en mest þó norðurland og Akureyri Stærstu verkefnin hafa verið: Einangrun og álklæðning lagna við stækkun Kröfluvirkjunar, loftræsting í Becromal aflþynnuverksmiðju og loftræsting í Menningarhúsinu Hofi. Blikkrás hlaut jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2001 og hefur tvisvar hlotið viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsamlegt lagnaverk. Árið 2003 fyrir Amtbókasafnið á Akureyri og árið 2012 fyrir Menningarhúsið HOF. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsu móti á árinu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.