Breiðablik lagði Þór að velli í kvöld, 92:77, er liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri
í 1. deild karla í körfubolta. Óðinn Ásgeirsson skoraði 30 stig fyrir Þór í leiknum og Wesley Hsu 14 stig. Arnar Pétursson var
stigahæstur í hjá Blikum með 22 stig en Nick Brady kom næst honum með 20 stig.
Með sigrinum er Breiðablik komið með 14 stig í 4-5. sæti deildarinnar, en Þór hefur 18 stig í öðru sæti.
Björn Gíslason hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra atvinnuuppbygginar á Bakka við Húsavík. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu. Björn mun hefja störf í janúar.
Hluti starfsfólks í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík sótti í gær skyndihjálparnámskeið með áherslu á rétt viðbrögð í neyð og fyrstu aðstoð í skyndihjálp.
Gyða Árnadóttir bjó á Akureyri frá barnsaldri og flutti austur í Neskaupstað fyrir átta árum. Hún starfar nú hjá Steininum, sem er nytjamarkaður þar í bæ. Þegar Gyða bjó á Akureyri ráku foreldrar hennar ávaxta- og grænmetisbúð þar og tóku hún og systur hennar virkan þátt í því starfi, og sérstaklega um jólin, þar sem mikið var að gera yfir hátíðirnar.
Sjómannadeild Framsýnar samþykkti á aðalfundi deildarinnar í gær að færa Íþróttafélaginu Völsungi að gjöf sjónvarpstæki í félagsaðstöðuna við íþróttasvæðið á Húsavík. Fyrir liggur að aðstaðan er mikið notuð af ungum sem eldri iðkendum íþrótta á vegum Völsungs.
Við lifum á tímum þar sem umræðan um takmarkanir á lífi okkar er orðin flókin. Sumir halda því fram að allt megi, að frjálst flæði sé alltaf best. Það kann oft að vera farsæl lausn. En raunin er stundum önnur. Takmarkanir eru alls staðar til staðar í lífi okkar af góðum ástæðum.
Eins og kunnugt er hækka flestar gerðir af nýjum bílum í verði nú um áramót, samhliða þvi sem rafbílastyrkurinn lækkar verulega eða úr 900 þúsund krónum í 500 þúsund krónur. Vikublaðið kannaði hvort góð sala væri í nýjum bílum.
Jólahlaðborð eru gríðarlega vinsæl meðal landsmanna í aðdraganda jóla. Múlaberg á langa hefð að baki og er sennilega stærsti aðilinn á Norðurlandi á því sviði. -segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir, einn af eigendum og veitingastjóri á Múlabergi
Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?