Björninn hafði betur gegn SA í Egilshöllinni í kvöld

SA tapaði í kvöld fyrir Birninum 3:5 er liðin áttust við í Egilshöllinni á Íslandsmótinu í íshokkí karla. SA náði þar með ekki að fylgja eftir góðum sigri gegn SR í síðustu umferð en Björninn hefur stimplað sig rækilega inn á Íslandsmótið og hefur heldur betur hleypt spennu í deildina. Mörk SA í leiknum skoruðu þeir Josh Gribben, Sigurður Sveinn Sigurðsson og Jóhann Már Leifsson. Fyrir Björninn var Gunnar Guðmundsson með þrennu og þeir Úlfar Jón Andrésson og Róbert Freyr Pálsson skoruðu sitt markið hvor.

Staðan í deildinni eftir 12 umferðir er þannig að SA er á toppnum með 20 stig, SR í öðru sæti með 19 stig og Björninn er komin með 15 stig í þriðja sæti og því allt opið fyrir seinna hluta mótsins.

Nýjast